Skilmálar

 

Pantanir

Nostra Verzlun tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. 

 

Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Nostra Verzlun sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan er ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.  

 

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukorti eða millifærslu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á nostraverzlun@gmail.com ef óskað er eftir að greiða með millifærslu.

 

Afhending vöru

Þegar þú verslar hjá Nostru Verzlun getur þú valið á milli þess að sækja pöntunina í Vestmannaeyjum næsta virka dag eða fá hana senda á næsta pósthús með Póstinum.

Ef þú velur að sækja pöntun í Vestmannaeyjum munum við hafa samband hvar og hvenær hægt verður að nálgast vöruna.

Ef pöntunin þín er send með Póstinum fer hún í póst 24-48 klst eftir að pöntun hefur verið gerð svo lengi sem að varan sé til og kreditkortið fæst staðfest. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Þú munt síðan fá staðfestingu á komu vörunnar með sms skilaboðum eða með tilkynningu þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna. 

Ef um sendingar út fyrir landsteinana er að ræða geta tollar og gjöld viðkomandi lands bæst við vöruverðið sem er ekki innifalið í verðunum okkar hér á heimasíðunni.

 

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu fer eftir þyngd vöru, allt frá 500 kr. 

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema við eigi og viðskiptavinur hafi óskað eftir afhendingarmáta sem telja má ódýrastan. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvuskeyti á netfangið nostraverzlun@gmail.com eða senda Nostru Verzlun staðlað uppsagnareyðublað sem er að finna á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is (þar sem jafnframt er að finna frekari upplýsingar um skilarétt), en í kjölfarið skal Nostra Verzlun láta viðskiptavini í té kvittun fyrir móttöku uppsagnarinnar. Vakin er athygli á því að sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016, hvílir á viðskiptavininum, sbr. g-liður 1. mgr. 5. gr. laganna.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

 

Persónuvernd

Nostra Verzlun virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi. Ef þú hefur áður heimsótt vefinn okkar vinsamlega kynntu þér yfirlýsinguna að nýju til að fullvissa þig um að þú þekkir núverandi skilmála. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi öryggi og trúnað við meðferð upplýsinga um þig geturðu haft samband við okkur með tölvupósti á nostraverzlun@gmail.com

Persónulegar upplýsingar sem við söfnum

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. 

Ef þú skráir þig á póstlista eða gefur upp netfangið þitt sendum við þér fréttabréf Nostru Verzlunar.  Ef þú færð nú þegar tölvupósta frá fyrirtækinu en vilt hætta að fá þá er hægt að senda okkur póst á nostraverzlun@gmail.com 

Neðst á öllum markpósti sem Nostra Verzlun sendir á póstlista sinn er einnig hnappur sem býður upp á að láta fjarlægja það netfang sem pósturinn var sendur á af póstlistanum.

 

Ábyrgðarskilmálar

Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.  Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.

Við tökum á móti öllum vörum sem eru framleiddar og/eða seldar í NostraVerzlun.is til viðgerðar eða breytinga á Illugagötu 14, 900 Vestmannaeyjum.

Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að koma með hana á Illugagötu 14, 900 Vestmannaeyjum eða senda mynd á nostraverzlun@gmail.com. Við leggjum áherslu á að vörur séu hreinar áður en komið er með þær í viðgerð, óhreinar vörur/flíkur eru endursendar án viðgerðar. 

 

Upplýsingar um seljanda:

Nostra Verzlun // Sigríður Inga Kristmannsdóttir

Kt. 180878-5999

Illugagötu 14

900 Vestmannaeyjum 

S: 869-4295

nostraverzlun@gmail.com

VSK - 120504