Að prumpa glimmeri er lauflétt og skemmtileg sjálfshjálparbók. Í bókinni er tekið á ýmsu í samskiptum og hvernig lesandinn getur færst nær því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Um flettibók er að ræða svo hún hentar vel á náttborðið, í flugið eða jafnvel í klósettferðir.
Höfundur bókarinn er Daníel Geir Moritz en hann vann keppnina Fyndnasti maður Íslands 2011 og er með MA í ritlist frá Háskóla Íslands.