Púðar
Púðar

Púðar

Upphaflegt verð
18.900 kr
Útsöluverð
18.900 kr

Púðar sem voru gerðir fyrir sýningu Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja 2019, sem var til heiðurs Júlíönu Sveinsdóttur myndlistakonu.

Púðarnir eru unnir útfrá einu af veggteppum Júlíönu Sveinsdóttur. Mynd af veggteppinu er í sýningarskrá frá minningarsýningu um Júlíönu sem haldin var á Kjarvalsstöðum 30. mars – 7. apríl 1974 á vegum ættingja hennar.

Júlíana vann með íslensku ullina í vefnaðinum allan sinn feril og eru sauðarlitirnir áberandi í vefnaði hennar sem hún blandaði stundum við skæra litaða ull, en hún litaði ullina sjálf og notaði mikið íslenskar jurtir til þess. Í vefnaðinum vann hún mikið með geómetrísk form og lífræn form, gera má ráð fyrir að teppið hér að neðan sé flatofið þar sem hin geometrísku form henta hinu flata yfirborði einskeftuvefnaðarins sérstaklega vel.

Púðarnir eru úr 100% ull og eru í sauðarlitunum með tilvísun í efnisval sem einkenndi Júlíönu. Stærri púðinn er eftirmynd af teppinu en minni púðinn er eins og hluti af því.