Handgert gamaldags jólatré fyrir 12 lítil kerti, eftir Kristmann Kristmannsson.
Mjög fallegt þegar búið er að kveikja á kertunum, notalegt á dimmum vetrarkvöldum. Hægt er að taka greinarnar af til að það taki minna pláss í geymslu. Kerti fylgja með.
Hæð 65 cm
Mesta breidd 56 cm